Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
   fös 26. september 2025 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tumi Þorvars spáir í 6. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Tumi fagnar marki sínu gegn Þrótti á dögunum.
Tumi fagnar marki sínu gegn Þrótti á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Matheus Cunha.
Matheus Cunha.
Mynd: EPA
Haaland er í gír.
Haaland er í gír.
Mynd: EPA
Hjammi var með fimm rétta þegar hann spáði í fimmtu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Sjötta umferðin hefst í hádeginu á morgun og það er Tumi Þorvarsson, stundum kallaður Köngulóarmaðurinn, sem mun spá í leikina að þessu sinni.

Tumi er leikmaður HK sem fer á Laugardalsvöll á morgun og spilar við Keflavík um sæti í Bestu deildinni.

Brentford 1 - 3 Man Utd (11:30 á morgun)
Brentford kaldir og United að hrökkva í gang. Cunha og Mbeumo sjá um þetta easy.

Chelsea 2 - 1 Brighton (14:00 á morgun)
Chelsea verða heppnir í þessum leik. Brighton mun stýra umferðinni í þessu leik en Joao Pedro sér um sýna gömlu félaga.

Crystal Palace 1 - 0 Liverpool (14:00 á morgun)
Liverpool misstíga sig loksins. Liverpool munu bara ekki ná að nýta færin sín. Þetta rauða spjald hjá Ekitike í bikarnum mun enda á að vera dýrt.

Leeds 0 - 2 Bournemouth (14:00 á morgun)
Bournemouth byrjað vel og halda áfram gegn nýliðunum. Þetta verður samt leiðinlegur leikur þannig gerið sleppt því að horfa á hann.

Man City 4 - 0 Burnley (14:00 á morgun)
Þetta er bara mesti 4-0 leikur sögunnar. Haaland með 4 easy.

Nottingham Forest 0 - 0 Sunderland (16:30 á morgun)
Ekkert mun gerast. Snooze.

Tottenham 2 - 2 Wolves (19:00 á morgun)
Wolves hafa verið að stríða tottenham undanfarin ár og ég finn jafnteflis lykt af þessu. Þetta verður stór skemmtilegur leikur. Richarlison og Romero skora fyrir tottenham en Strand Larsen hendir í tvö

Aston Villa 0 - 1 Fulham (13:00 á sunnudag)
Þessi martraðarbyrjun Villa heldur afram. Hafa verið í miklu brasi með að skora og það heldur áfram.

Newcastle 1 - 1 Arsenal (15:30 á sunnudag)
Enn eitt risa jafnteflið hjá Arsenal mönnum. Woltemade kemur Newcastle yfir en Declan Rice jafnar á 83. mínútu.

Everton 3 - 3 West Ham (19:00 á mánudag)
Þetta er alltaf markaleikur. Öll mörkin verða skoruð fyrir 67 mínútu en þrátt fyrir það verða lokamínúturnar epic.

Fyrri spámenn:
Ísak Bergmann (6 réttir)
Hjammi (5 réttir)
Martin Hermanns (5 réttir)
Gummi Ben (4 réttir)
Valgeir Valgeirs (2 réttir)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner