Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fim 26. nóvember 2020 14:30
Magnús Már Einarsson
Chelsea ætlar að bæta ári við samning Thiago Silva
Chelsea stefnir á að nýta ákvæði í samningi sínum við brasilíska varnarmanninn Thiago Silva og framlengja samninginn um eitt ár.

Hinn 36 ára gamli kom til Chelsea frá PSG í sumar og gerði eins árs samning með möguleika á árs framlengingu.

Thiago Silva hefur byrjað frábærlega hjá Chelsea og félagið ætlar að sögn Sky Sports að nýta sér ákvæðið og framlengja samninginn um ár til viðbótar.

Frank Lampard, stjóri Chelsea, hefur valið leikina sem Silva hefur spilað en liðið hefur einungis fengið eitt mark á sig í síðustu fjórum deildarleikjum sem hann hefur spilað.
Athugasemdir