Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
   sun 26. nóvember 2023 21:48
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Jafntefli hjá erkifjendunum - Dybala bestur í Róm
Paulo Dybala skoraði og lagði upp
Paulo Dybala skoraði og lagði upp
Mynd: EPA
Erkifjendurnir, Juventus og Inter, skiptust á jafnan hlut er liðin gerðu 1-1 jafntefli í Seríu A í Tórínó í kvöld.

Serbneski framherjinn Dusan Vlahovic kom Juventus í eins marks forystu á 27. mínútu. Federico Chiesa fékk að dansa með boltann á vinstri vængnum áður en hann keyrði í átt að teignum, lagði hann á Vlahovic sem setti boltann í fyrsta neðst í hægra hornið.

Inter svaraði sex mínútum síðar og auðvitað var það heitasti framherji deildarinnar, Lautaro Martínez.

Marcus Thuram keyrði upp hægri vænginn, kom með fasta fyrirgjöf meðfram grasinu og á Martínez sem setti boltann vinstra megin við Wojciech Szczesny.

27. mark Martínez í Seríu A á þessu ári.

Síðari hálfleikurinn var fremur daufur og virtist eins og liðin væru bara sátt með að deila stigunum. Lokatölur því 1-1, en Inter er á toppnum með 32 stig á meðan Juventus fylgir fast á eftir með 30 stig í öðru sæti deildarinnar.

Paulo Dybala skoraði og lagði upp í 3-1 sigri Roma á Udinese.

Argentínumaðurinn lagði upp fyrsta mark liðsins fyrir Gianluca Mancini. Dybala tók aukaspyrnu út á velli, inn í teiginn og á hausinn á Mancini sem setti hann í netið.

Florian Thauvin jafnaði metin með skalla á 57. mínútu leiksins áður en Romelu Lukaku setti í fimmta gír.

Hann lagði upp annað markið fyrir Dybala, sem skaut af stuttu færi og þá átti belgíski framherjinn einnig þátt í þriðja markinu sem Stephan El Shaarawy skoraði undir lok leiks.

Góður sigur Roma sem er í 5. sæti með 21 stig á meðan Udinese er í 16. sæti með 11 stig.

Juventus 1 - 1 Inter
1-0 Dusan Vlahovic ('27 )
1-1 Lautaro Martinez ('33 )

Roma 3 - 1 Udinese
1-0 Gianluca Mancini ('20 )
1-1 Florian Thauvin ('57 )
2-1 Paulo Dybala ('81 )
3-1 Stephan El Shaarawy ('90 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 15 11 0 4 34 14 +20 33
2 Milan 15 9 5 1 24 13 +11 32
3 Napoli 15 10 1 4 22 13 +9 31
4 Roma 16 10 0 6 17 10 +7 30
5 Juventus 16 8 5 3 21 15 +6 29
6 Bologna 15 7 4 4 23 13 +10 25
7 Como 15 6 6 3 19 12 +7 24
8 Lazio 16 6 5 5 17 11 +6 23
9 Atalanta 16 5 7 4 20 18 +2 22
10 Sassuolo 16 6 3 7 21 20 +1 21
11 Cremonese 16 5 6 5 18 18 0 21
12 Udinese 16 6 3 7 17 27 -10 21
13 Torino 16 5 5 6 16 26 -10 20
14 Lecce 15 4 4 7 11 19 -8 16
15 Cagliari 16 3 6 7 17 23 -6 15
16 Parma 15 3 5 7 10 18 -8 14
17 Genoa 16 3 5 8 16 24 -8 14
18 Verona 15 2 6 7 13 22 -9 12
19 Pisa 16 1 8 7 12 22 -10 11
20 Fiorentina 16 1 6 9 17 27 -10 9
Athugasemdir
banner