Man Utd á eftir Kolo Muani - Kimmich orðaður við Man City - Christensen til Newcastle? - Tveir á förum frá Chelsea
   mán 27. janúar 2020 19:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gummi Tóta sagður vera með tilboð frá New York City
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag var rætt um framtíð Guðmundar Þórarinssonar, Gumma Tóta.

Samningur Guðmundar við IFK Norrköping rann út í mánuðinum og er hann í leit að nýju félagi. Guðmundur er 27 ára gamall miðjumaður.

„Það var eitthvað verið að ræða það að hann (Guðmundur Þórarinsson) væri á leiðinni í MLS," sagði þáttarstjórnandinn, Hjörvar Hafliðason í Dr. Football í dag.

„Það er komið lið. Þetta er New York City," sagði Hjörvar.

Helstu stórstjörnurnar sem hafa leikið með New York City FC eru þeir Frank Lampard, Andrea Pirlo og David Villa.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner