Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 27. maí 2022 09:20
Elvar Geir Magnússon
Man Utd vill ákvörðun frá De Jong
Powerade
Frenkie de Jong.
Frenkie de Jong.
Mynd: Getty Images
Tchouameni.
Tchouameni.
Mynd: EPA
Henrikh Mkhitaryan.
Henrikh Mkhitaryan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Christopher Nkunku.
Christopher Nkunku.
Mynd: EPA
Tomas Soucek.
Tomas Soucek.
Mynd: EPA
De Jong, Tchouameni, Leao, Richarlison, Cornet og fleiri í föstudagsslúðrinu. Já það er bara skyndilega kominn föstudagur að nýju.

Manchester United hefur sagt hollenska miðjumanninum Frenkie de Jong (25) að félagið muni snúa sér annað ef hann getur ekki ákveðið hvort hann vilji fara á Old Trafford í sumar. (Sport)

Real Madrid hefur enn ekki klárað kaup á Aurelien Tchouameni (22) frá Mónakó vegna skattamála. Spánarmeistararnir eru tilbúnir að borga um 68 milljónir punda fyrir franska landsliðsmanninn. (ESPN)

Manchester United, Liverpool, Arsenal og Chelsea hafa öll áhuga á Tchouameni og eru tilbúin að stíga inn ef Real Madrid getur ekki gengið frá málum. (Sun)

AC Milan vill fá portúgalska sóknarleikmanninn Rafael Leao (22) til að skrifa undir nýjan samning til að fæla frá áhuga Real Madrid. Spænska stórliðið vill fá sóknarmann eftir að Kylian Mbappe (23) innsiglaði framtíð sína hjá Paris St-Germain. (La Gazzetta dello Sport)

Real Madrid vill miðjumann og sóknarmann í sumar og mun ræða mögulega kosti á fundi þegar liðið snýr aftur til Spánar eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar. (Marca)

Richarlison (25), framherji Everton, gæti yfirgefið Goodison Park í sumar en Tottenham, Real Madrid og Paris St-Germain vilja öll fá brasilíska landsliðsmanninn. (Mail)

Everton keppir við West Ham um Maxwel Cornet (25), framherja Burnley og landsliðsmann Fílabeinsstrandarinnar, eftir fall Burnley úr úrvalsdeildinni. (Telegraph)

Harry Kane (28), sóknarmaður Tottenham, er tilbúinn að hefja viðræður um nýjan samning. Hann þrýsti á skipti til Manchester City í fyrra en hugur hans hefur breyst. (Evening Standard)

Inter vonast til að fá Henrikh Mkhitaryan (33) þegar samningur armenska miðjumannsins við Roma rennur út í sumar. Hann er einnig að skoða tilboð um nýjan samning frá nýkrýndum Sambandsdeildarmeisturum. (Fabrizio Romano)

Arsenal hefur áhuga á Cheick Doucoure (22), miðjumanni Lens. Brighton, Everton, Crystal Palace og Wolves eru einnig með augastað á Malímanninum. (MIrror)

Arsenal íhugar einnig að gera tilboð í úkraínska vinstri bakvörðinn Oleksandr Zinchenko (25) hjá Manchester City. (Mail)

Leicester ætlar að bjóða norður-írska varnarmanninum Jonny Evans (34) nýjan samning. Félagið er tilbúið að hlusta á tilboð í danska miðvörðinn Jannik Vestergaard (29) og franska miðjumanninn Boubakary Soumare (23). (Mail)

Manchester United gæti gert tilboð í franska framherjann Christopher Nkunku (24) hjá RB Leipzig. Nkunku, sem hefur einnig verið orðaður við Liverpool og Chelsea, hefur ekki náð samkomulagi við þýska félagið um nýjan samning. (Sky Sport Germany)

Paris St-Germain mun ekki fá Ousmane Dembele (25), vængmann Barcelona, í sumar þrátt fyrir að franski landsliðsmaðurinn hafi verið sterklega orðaður við heimalandið. (Le Parisien)

Erik ten Hag hefur fundað með Manchester United um hollenska varnarmanninn Jurrien Timber (20) hjá Ajax og Pau Torres (25) miðvörð Villarreal. (Caught Offside)

Hárgreiðslumaður Paul Pogba (29) hefur ýjað að því að leikmaðurinn muni snúa aftur til Juventus þegar samningur hans við Manchester United rennur út í sumar. (Manchester Evening News)

West Ham mun hlusta á tilboð í tékkneska miðjumanninn Tomas Soucek (27) í sumar en sagt er að samband hans við David Moyes, stjóra félagsins, sé ekki upp á það besta. (Football Insider)

Crystal Palace hyggst reyna að fá markvörðinn Sam Johnstone (29) þegar samningur hans við West Brom rennur út í sumar. (Mail)

Manchester United sendi fyrirspurn til Tottenham um enska framherjann Dane Scarlett (18) en fékk það svar að hann hefði skrifað undir framlengingu við Spurs. (Manchester Evening News)

Fiorentina gengur erfiðlega að ná samkomulagi um Lucas Torreira (26), miðjumann Arsenal. Torreira hefur leikið vel á lánssamningi við ítalska félagið sem vonast til að Arsenal lækki 12,5 milljóna punda verðmiða. (Evening Sandard)

Velski markvörðurinn Chris Maxwell (31) hjá Blackpool er á óskalista Everton sem vill fá hann sem varamarkvörð fyrir Jordan Pickford. (Lancashire Live)
Athugasemdir
banner
banner
banner