Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 27. maí 2023 00:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þorlákshöfn
Gary mjög stoltur: Krakkarnir urðu að mönnum í dag
,,Ef við hefðum ekki unnið þennan leik þá læsir þú þig inn í íbúð alla helgina''
Lengjudeildin
Gary Martin.
Gary Martin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Aron Antonsson lék vel í kvöld.
Þorsteinn Aron Antonsson lék vel í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss vann sterkan sigur í kvöld.
Selfoss vann sterkan sigur í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin, leikmaður Selfoss, var að venju hress eftir 1-3 sigur gegn Ægi í nágrannaslag í Lengjudeildinni í kvöld. Hann sagði að ungir strákar í Selfossliðinu hefðu orðið að mönnum í erfiðum aðstæðum í Þorlákshöfn.

Lestu um leikinn: Ægir 1 -  3 Selfoss

„Það var mjög vindasamt og blautt. Þetta var erfiður leikur. Við gerðum okkur erfitt fyrir. Við skoruðum snemma og mér fannst við vera með stjórn á leiknum. Við gáfum þeim mark, en annars vorum við frábærir, öll vörnin og öll miðjan. Krakkarnir urðu að mönnum í dag," sagði Gary eftir leikinn.

„Ég er svo stoltur af þeim. Þetta er frábær hópur og þetta er risastórt fyrir okkur, að vinna þennan grannaslag. Strákarnir urðu að mönnum."

Þetta var fyrsti nágrannaslagurinn í Þorlákshöfn í langan tíma. Gary er frá Englandi en veit um mikilvægi þess þegar nágrannar mætast í fótbolta.

„Ég sagði við strákana í dag að ég vildi vinna meira en allt. Þið búið hérna og þið eruð frá svæðinu. Ég er ekki héðan en ég vil vinna meira en allt. 'Þið eigið að vilja vinna þennan leik meira en ég'. Ef ég væri að spila með Darlington gegn Hartlepool og við værum með erlenda leikmenn í liðinu, þá myndi ég vilja að þeir hugsi eins. Þess vegna gef ég allt. Það er gott að vinna þennan leik og það er stórt fyrir okkur að vinna, sérstaklega fyrir ungu strákana. Ég er svo stoltur af þeim," sagði Gary.

Ótrúlegt, hann er 19 ára
Gary er búinn að spila lengi á Íslandi og hann er einn reynslumesti leikmaðurinn í liði Selfoss, einn elsti leikmaðurinn. „(Alexander) Clive kemur inn á í lokin og ég held að ég sé 16 árum eldri en hann. Við erum með mjög ungt lið. Þorsteinn Aron í vörninni er 19 ára en hann leiddi liðið áfram eins og maður í dag, hann var með góð tök á Tokic. Ótrúlegt, hann er 19 ára. Þeir munu læra mikið af þessum leik, meira en ef það væri sól og blíða. Það vill enginn spila í þessum aðstæðum."

Gary átti sjálfur flottan leik og skoraði þriðja markið sem gerði út um leikinn. „Deano setur mig á miðjuna og ég skora. Þegar ég spila sem sóknarmaður í þessari deild þá fer mikil einbeiting á mig. Deano spurði mig hvort ég gæti farið aftar og Aron Fannar spilaði fremstur. Það var ekkert vandamál og ég spilaði á miðjunni. Ég skoraði sem var fínt. Þetta eru stór þrjú stig."

Hann segir að það séu mikil gæði í liði Selfoss og þau verði bara meiri þegar Gonazlo Zamorano og Þorlákur Breki Baxter koma aftur inn í liðið, en þetta snýst um að finna stöðugleika. „Ég vil bara halda áfram að vinna, það er ekkert betra fyrir ungan hóp en að vinna fótboltaleiki. Við megum samt ekki fara fram úr okkur. Við sjáum hvað gerist þegar mótið er hálfnað."

Hvenær kemur sumarið?
Veðuraðstæður voru vondar í kvöld. Að lokum var Gary spurður út í það hvenær sumarið muni koma hér á Íslandi?

„Ég heyrði að það ætti að koma á morgun. Ég veit það ekki, ég vil að það komi fljótlega. Þessi vindur og þessi rigning, þetta er niðurdrepandi," sagði Gary en þessum sigri - í grannaslag - verður eflaust fagnað vel um helgina.

„Ég held að við séum að fara í Tryggvaskála núna. Ég ætla svo að fara á Kaffi Krús eftir æfingu á morgun. Við munum njóta þess. Ef við hefðum ekki unnið þennan leik þá læsir þú þig inn í íbúð alla helgina. Við getum verið með höfuðið hátt í dag og á morgun. Á mánudag er það búið. Við tökum svo á móti Þrótti og ætlum að reyna að vinna okkar fyrsta heimaleik."

Hægt er að sjá allt viðtalið í heild sinni hér að ofan þar sem Gary ræðir meðal annars um Hrvoje Tokic, fyrrum liðsfélaga sinn.
Athugasemdir