Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 27. júlí 2022 17:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeildin: Alfons skoraði og lagði upp í stórsigri
Mynd: EPA

Bodo-Glimt (Norway) 8 - 0 Linfield FC (Northern Ireland)
1-0 Hugo Vetlesen ('7 )
2-0 Victor Boniface ('21 , víti)
3-0 Amahl Pellegrino ('25 )
4-0 Ulrik Saltnes ('29 )
5-0 Runar Espejord ('52 )
6-0 Amahl Pellegrino ('54 , víti)
7-0 Alfons Sampsted ('73 )
8-0 Runar Espejord ('88 )
Rautt spjald: Kirk Millar, Linfield FC (Northern Ireland) ('21)

Bodö/Glimt komst örugglega áfram í Meistaradeildinni með risa sigri á Linfield frá Norður Írlandi á heimavelli í dag.


Fyrri leikur liðanna endaði með 1-0 sigri Linfield en Glimt jafnaði einvígið strax eftir sjö mínútur í dag. Eftir 20 mínútur fékk Glimt vítaspyrnu og varnarmaður Linfield rekinn af velli.

Annað mark leiksins kom úr vítaspyrnunni. Þriðja og svo fjórða markið fylgdi á eftir en Alfons lagði upp það fjórða. 4-0 staðan í hálfleik.

Glimt bætti við tveimur mörkum þegar innan við 10 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og Alfons var síðan í sviðsljósinu þegar hann skoraði sjöunda markið. Glimt bætti við áttunda markinu áður en flautað var til leiksloka.

Bodö/Glimt mætir sigurvegaranum úr viðureign Malmö og Zalgiris en staðan þar er 1-0 í hálfleik Zalgiris í vil, samanlagt 2-0.


Athugasemdir
banner
banner