Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   fim 27. júlí 2023 15:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guðmundur Baldvin sagður á leið til Mjällby
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Baldvin Nökkvason er á leið til sænska félagsins Mjällby samkvæmt Arnari Laufdal fréttamanni Fótbolta.net. Mjällby er í efstu deild, Allsvenskan, í Svíþjóð.

Ágúst Þór Ágústsson vakti athygli á því að Stjörnumaðurinn væri á leið erlendis að skrifa undir erlendis og Arnar greip þann bolta á lofti.

„Framtíðin (Ágúst Þór) með allt á hreinu. Samkvæmt mínum heimildum eru Mjällby í Allsvenskan mjög áhugasamir og stefnir allt í að GBN skrifi undir hjá Mjällby," skrifar Arnar á Twitter.

Guðmundur Baldvin er U19 landsliðsmaður sem hefur verið í stóru hlutverki hjá Stjörnunni í sumar. Hann lék sína fyrstu leiki tímabilið 2021, lék nítján leiki á síðasta tímabili og þrettán af fyrstu sextán leikjum Stjörnunnar í deildinni á þessu tímabili. Hann tók út leikbann þegar Stjarnan mætti Fram í gær.

Hann er nítján ára miðjumaður sem á rúm tvö ár eftir af samningi sínum við Stjörnuna.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner