Varnarmaðurinn öflugi Thomas Guldborg Christensen hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Val en Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Valsmanna, staðfesti þetta við Fótbolta.net rétt í þessu.
„Hann hefur reynst okkur frábærlega og verið hreint magnaður. En glugginn er að loka og þetta er niðurstaðan," segir Sigurbjörn en Valur hefur selt Christensen til Lyngby.
Christensen kom til Vals snemma sumars og varð samstundis lykilmaður í vörn liðsins. Með hann innanborðs náði Valur þeim frábæra árangri nýlega að verða bikarmeistari.
Lyngby er í þriðja sæti eftir fimm umferðir í dönsku B-deildinni.
Valur er í fjórða sæti Pepsi-deildarinnar og leikur gegn KR á sunnudag.
Athugasemdir