Ruben Amorim, stjóri Manchester United, var allt annað en sáttur með frammistöðu sinna manna í tapinu gegn D-deildarliði Grimsby Town í deildabikarnum í kvöld.
Man Utd lenti tveimur mörkum undir og var mun slakara liðið í fyrri hálfleiknum.
Gestirnir komust til baka í þeim síðari eftir að hafa sett nokkrar stórar byssur inn á, en tapaði síðan í vítakeppni, sem virtist ætla að vera spiluð fram að miðnætti.
Amorim var hálf hneykslaður yfir frammistöðunni og segir aðeins eitt lið hafa verið inn á vellinum.
„Þegar á botninn er hvolft skiptir það engu máli hvort við komum til baka eða ekki, heldur voru það ummerkin sem liðið sýndi í leiknum og í byrjun hans. Betra liðið vann og í raun eina liðið sem var á vellinum.“
„Betri leikmenn tapa því annað liðið getur unnið hvaða hóp af leikmönnum sem er og mér fannst liðið og leikmennirnir tala mjög hátt í dag. Það er allt og sumt. Við töpuðum og betra liðið vann.“
„Það er nokkuð skýrt hvað var sagt, þannig hættum að pæla í þessum degi því það er mjög ljóst hvað átti sér stað í dag.“
„Við byrjuðum leikinn án ákefðar eða hugmyndinni um að pressa. Við vorum algerlega týndir og þess vegna fannst mér þeir tala frekar hátt,“ sagði Amorim.
Athugasemdir