Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 27. október 2021 22:07
Brynjar Ingi Erluson
Neyðarfundur hjá Barcelona - Koeman að missa starfið?
Ronald Koeman
Ronald Koeman
Mynd: Getty Images
Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá stjórn Barcelona á Spáni en allir helstu miðlarnir á Spáni greina frá þessu í kvöld. Þetta kemur eftir 1-0 tap gegn Rayo Vallecano í deildinni en starf Ronald Koeman er í hættu.

Það virðist ekki spurning hvort heldur hvenær Koeman verður rekinn frá Barcelona.

Þessi umræða hefur verið í gangi í fleiri mánuði og virðist nú stjórn félagsins hafa fengið sig fullsadda af árangrinum á tímabilinu.

Börsungar töpuðu fyrir Rayo Vallecano í kvöld, 1-0. Liðið situr í 9. sæti og er með 15 stig, sex stigum frá toppliðunum.

Samkvæmt spænsku miðlunum hefur verið boðað til neyðarfundar hjá stjórn Barcelona og verður staða Koeman rædd á fundinum en það má gera ráð fyrir því að hann verði látinn fara frá félaginu.

Það hefur allt verið í rugli hjá Barcelona undanfarin ár. Félagið hefur tekið heimskulegar ákvarðanir í bland við kórónuveirufaraldurinn, og það hefur skilað liðinu miklum fjárhagsvandræðum. Út af þessum fjárhagsvandræðum, þá þurfti félagið að láta Lionel Messi fara í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner