Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 27. október 2022 14:30
Elvar Geir Magnússon
Marsch segist reiður yfir slæmu gengi Leeds - „Kominn með nóg af því að tapa“
Jesse Marsch, stjóri Leeds.
Jesse Marsch, stjóri Leeds.
Mynd: EPA
Jesse Marsch, stjóri Leeds United, segist vera kominn með nóg af því að tapa og vera pirraður yfir slæmu gengi Leeds.

Leeds rann niður í fallsæti um síðustu helgi eftir 3-2 tap gegn Fulham. Það var fjórði tapleikur Leeds í röð en liðið hefur farið í gegnum átta úrvalsdeildarleiki án þess að vinna.

„Ég var leikmaður í 14 ár og hef núna verið 13 ár í þjálfun og hef aldrei tapað svona mörgum leikjum á ferlinum. Ég er kominn með nóg af því að tapa," segir Marsch.

Marsch tók við Leeds af Marcelo Bielsa í febrúar en síðan hefur Leeds unnið sjö af 24 leikjum. Síðasti sigur liðsins í úrvalsdeildinni var á heimavelli gegn Chelsea þann 21. ágúst.

„Ég er reiður," segir Marsch en Leeds heimsækir Anfield á laugardagskvöld og mætir Liverpool.

„Ég er orðinn þreytturá því að spila leiki þar sem við erum inni í leiknum og í mörgum tilfellum betri en andstæðingurinn en förum tómhentir úr honum. Ég er þreyttur á því að við séum ekki að nýta okkur það þegar við erum betri í leikjum og þreyttur á því hvað við gefum ódýr mörk. Ég er þreyttur á því að við séum ekki að ná úrslitunum sem við ættum að ná."

Sjá einnig:
Máni vill stjóraskipti hjá Leeds - „Liðið hefur enga hugmynd“
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir