Spænskir fjölmiðlar segja að samband Vinicius Junior og Xabi Alonso sé í molum eftir að Alonso tók VInicius af velli í leik Real Madrid gegn Barcelona um helgina.
Eftir að Vinicius var tekinn af velli heyrðist í honum segja „Ég mun yfirgefa félagið, það er fyrir bestu."
Alonso var ekki sáttur með hugarfar leikmannsins í leiknum og gerði honum grein fyrir því eftir leikinn. Félagið stendur við bakið á stjóranum.
„Vængmaðurinn telur að Alonso meti hann ekki að verðleikum og að ástandið geti ekki haldið áfram. Það sem eitt sinn virtist vera minniháttar ágreiningur hefur breyst í vaxandi ágreining," segir í grein spænska fjölmiðilsins AS.
Hann hefur komið við sögu í 10 af 13 leikjum liðsins á tímabilinu og aðeins spilað þrjá til enda.
Framtíð Vinicius er því í mikilli óvissu en samningur hans við félagið rennur út sumarið 2027. Sky Sports greinir frá því að Al-Ahli hafi sýnt honum áhuga undanfarin ár og er tilbúið að borga 300 milljónir punda fyrir hann.
Athugasemdir



