Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
   mán 27. október 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vinicius: Reynum að viðhalda jafnvægi
Mynd: EPA
Vinicius Junior, leikmaður Real Madrid, sendi stuðningsmönnum liðsins skilaboð eftir viðburðaríkan leik liðsins gegn Barcelona í gær.

Leiknum lauk með 2-1 sigri Real Madrid en Vinicius kom ekki að marki. Hann var hins vegar mikið í sviðsljósinu fyrir eitthvað annað en fótbolta.

Hann var bálreiður þegar hann var tekinn af velli og strunsaði inn í klefa og hótaði að yfirgefa félagið. Í leikslok trylltust hann og Dani Carvajal við Lamine Yamal sem ögraði Real Madrid mönnum fyrir leikinn.

„Skilaboð til allra Madrídinga, sérstaklega þeirra sem komu á Bernabeu og studdu okkur af ástríðu: Svona er El Clásico, það er margt sem gerist innan sem og utan vallar," sagði Vinicius.

„Við reynum að viðhalda jafnvægi, en það er ekki alltaf mögulegt. Við viljum ekki móðga neinn, hvorki ungu leikmennina né Stuðningsmennina. Við vitum að þegar við stígum inn á völlinn verðum við að gegna hlutverki okkar, og þannig var það í dag. Hala Madrid!“
Athugasemdir
banner