Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
   sun 26. október 2025 21:36
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Raphinha um Yamal: Ungur og óþroskaður
Mynd: EPA
Það var hasar í leik Real Madrid gegn Barcelona sem endaði með 2-1 sigri Real Madrid í dag.

Vinicius Junior og Dani Carvajal sýndu látbragð sem beindist að Lamine Yamal. Leikmenn Real Madrid voru pirraðir á Yamal eftir ummæli hans fyrir leikinn.

Yamal sakaði félagið um að hafa áhrif á dómara. Raphinha, sem var ekki með Barcelona vegna meiðsla tjáði sig um Yamal eftir leikinn.

„Hann er ungur og óþroskaður að segja svona. Orðin hans gáfu Real Madrid auka hvatningu," sagði Raphinha.
Athugasemdir
banner