Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   mán 27. nóvember 2023 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Íslensk félög haft samband við Aron - „Er að skoða mín mál"
Á eitt og hálft ár eftir af samningi við Sirius.
Á eitt og hálft ár eftir af samningi við Sirius.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með Sirius.
Í leik með Sirius.
Mynd: Guðmundur Svansson
Aron og Óli Valur.
Aron og Óli Valur.
Mynd: Guðmundur Svansson
Aron Bjarnason, leikmaður Sirius, var að klára sitt þriðja tímabil hjá sænska félaginu á dögunum. Aron, sem er 28 ára, er orðaður við heimkomu og ræddi hann við Fótbolta.net í dag.

„Ég er með samning úti, þannig er í raun staðan. Ég er að skoða mín mál núna. Ég býst við að það þyrfti að kaupa mig," sagði Aron.

Það eru breyttar aðstæður hjá Aroni og fjölskyldu. Hann eignaðist barn í haust og kærasta hans er að byrja aftur í sérnámsgrunni í læknisnámi eftir að fæðingarorlofi lýkur. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafa Valur, Breiðablik og KR áhuga á því að fá Aron í sínar raðir. Hann segir að íslensk félög hafi sett sig í samband.

„Það er búið að kanna stöðuna eitthvað."

Spilaði lítið seinni hluta tímabilsins
Hvernig hefur tíminn hjá Sirius verið til þessa?

„Upp og niður, ég missti út fyrsta tímabilið, í fyrra var ég lykilmaður og var í nýrri stöðu. Í ár byrjaði ég mótið; flakkaði á milli þess að vera bakvörður og kantmaður og seinni hlutann spilaði ég lítið - var í því að koma inn á. Ég er ekki ánægður með það, hefði viljað spila meira."

Stærsti munurinn vellirnir og stuðningsmennirnir
Hver er munurinn að spila í Svíþjóð og á Íslandi?

„Stærsti munurinn eru vellirnir og stuðningsmennirnir. Það er allt annað dæmi. Í Svíþjóð eru líka löng ferðalög. Ég var síðast á Íslandi 2020 þannig það er erfitt að meta muninn á boltanum, en bestu liðin hér heima finnst mér vera góð."

Besti árangur í sögu félagsins
Var árangur Sirius ásættanlegur á liðnu tímabili?

„Þetta var að stefna í fallbaráttu hjá okkur, en í síðustu átta leikjunum unnum við sjö leiki og gerum eitt jafntefli, endum í 8. sæti sem er besti árangur Sirius í efstu deild frá upphafi. Það var mikil ánægja með þetta."

Sirius er ekki stórt félag miðað við sögufrægari félögin í Svíþjóð. „Þetta er í félag sem er í vexti akkúrat núna og stuðningsmönnum er að fjölga. Uppsala er tæplega 200 þúsund manna borg en aldrei verið mikill fótboltakúltúr. Það er alltaf að verða meira og meira og Sirius ætti að geta tekið einhver skref á næstu árum. Liðið hefur verið um miðja deild í 7-8 ár."

Aron kom við sögu í 28 leikjum í deildinni, skoraði tvö mörk og lagði upp þrjú. Í fyrstu fjórtán leikjunum var hann tólf sinnum í byrjunarliðinu en í síðustu sextán byrjaði hann einungis tvo.

Orðinn fjölhæfari leikmaður
Aron lék einungis tvo leiki á sínu fyrsta tímabili hjá Sirius vegna meiðsla. Hann er ánægður hvernig hlutirnir þróuðust í kjölfarið.

„Ég er orðinn fjölhæfari leikmaður, get leyst fleiri stöður og er búinn að bæta mig sem fótboltamaður. Ég tel mig geta spilað vel á þessu getustigi og það er mjög gaman að spila í Svíþjóð."

„Tímabilið 2022 spiluðum við alltaf með vængbakverði og þá var ég í þeirri stöðu eiginlega alla leiki. Í ár spilaði ég í báðum bakvörðum og á báðum köntum. Óli (Valur Ómarsson) meiddist fyrir tímabilið þannig það vantaði einhvern til að leysa þetta, lág beinast við að ég færi í það. Ég er klárlega orðinn betri varnarmaður en ég var,"
sagði Aron að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner