Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   þri 28. janúar 2014 21:45
Elvar Geir Magnússon
Fótbolta.net mótið: Fyrsti titill ársins til Stjörnunnar
Veigar Páll Gunnarsson hampar sigurlaununum í leiks lok.
Veigar Páll Gunnarsson hampar sigurlaununum í leiks lok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan, Fótbolta.net meistari 2014.
Stjarnan, Fótbolta.net meistari 2014.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 3 - 1 FH
1-0 Halldór Orri Björnsson ('51)
2-0 Heiðar Ægisson ('53)
3-0 Halldór Orri Björnsson ('66)
3-1 Emil Pálsson ('69)

Stjarnan vann í kvöld fyrsta titil ársins í meistaraflokki karla í fótbolta þegar liðið vann 3-1 sigur gegn FH í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins sem var að ljúka í Kórnum.

Fyrir leikinn var ljóst að nýtt nafn yrði skrifað á bikarinn þar sem hvorugt liðið hafði unnið þennan titil.

Kristján Gauti Emilsson fékk bestu færin í annars tíðindalitlum fyrri hálfleik. Staðan var 0-0 í hálfleik en það var líf og fjör eftir hlé.

Veigar Páll Gunnarsson lagði upp mark fyrir Halldór Orra Björnsson á 51. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar skoraði hinn ungi Heiðar Ægisson laglegt mark.

Stjarnan komst í 3-0 þegar Halldór Orri skoraði sitt annað mark, að þessu sinni eftir frábæra sendingu Garðars Jóhannssonar. FH-ingar komu sér aftur inn í leikinn þegar varamaðurinn Emil Pálsson skoraði eftir sendingu Davíðs Þórs Viðarssonar.

FH tókst ekki að bæta við öðru marki og Stjörnumenn lönduðu verðskulduðum og góðum sigri.

Smelltu hér til að lesa textalýsingu frá leiknum og sjá leikskýrslu
Athugasemdir
banner
banner