Onana aftur til Inter - Zinchenko aftur til Arsenal - Man Utd horfir til Rennes - Palmer ósnertanlegur
banner
   mið 28. janúar 2026 20:43
Brynjar Ingi Erluson
Albert gæti verið að fá nýjan liðsfélaga frá Chelsea
Axel Disasi
Axel Disasi
Mynd: EPA
Franski miðvörðurinn Axel Disasi gæti verið á leið til Alberts Guðmundssonar og félaga í Fiorentina frá Chelsea. Sky Sports segir frá.

Disasi er ekki hluti af plönum Liam Rosenior sem tók við af Enzo Maresca í byrjun ársins.

Rosenior kallaði hann aftur inn í æfingahópinn eftir að Maresca hafði sent Frakkann í hálfgerða útlegð með því að láta hann æfa með varaliðinu.

Það er algerlega óvíst hvort Disasi verði áfram í herbúðum Chelsea, en það er mikill áhugi frá Frakklandi, Ítalíu og Þýskalandi.

Sky segir að Fiorentina sé í viðræðum við Chelsea um að fá varnarmanninn.

Chelsea er sagt opið fyrir því að leyfa honum að fara en félagið er að vinna í því að fá samlanda Disasi frá Rennes. Sá heitir Jeremy Jacquet og er tvítugur. Rennes vill fá að minnsta kosti 60 milljónir punda fyrir þennan efnilega leikmann.
Athugasemdir
banner
banner