Það er kominn hálfleikur í lokaumferðinni í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu en eins og staðan er núna eru fimm lið úr ensku úrvalsdeildinni á leið beint í 16-liða úrslitin.
Liverpool er að vinna Qarabag 2-0 á Anfield og mun því fara áfram, en Alexis Mac Allister og Florian Wirtz skoruðu mörk Liverpool-manna sem eru þessa stundina í 3. sæti deildarkeppninnar.
Arsenal er að tryggja sér toppsætið en liðið leiðir gegn Kairat frá Kasakstan, 3-1, á Emirates. Viktor Gyökeres, Kai Havertz og Gabriel Martinelli eru með mörk Arsenal, en þetta er fyrsti byrjunarliðsleikur Havertz á leiktíðinni sem er einnig kominn með tvær stoðsendingar.
Eintracht Frankfurt og Tottenham eru að gera markalaust jafntefli í Þýskalandi og þá er Manchester City 2-0 yfir gegn Galatasaray á Etihad.
Erling Haaland og Rayan Cherki skoruðu mörk Man City sem er þessa stundina í 6. sæti á meðan Tottenham er í 6. sætinu.
Chelsea er að tapa fyrir Napoli, 2-1, á Ítalíu og fer því í umspilið eins og staðan er núna.
Staðan er 1-1 hjá Evrópumeisturum PSG og Newcastle. Vitinha kom PSG yfir á 8. mínútu en Joe Willock jafnaði metin undir lok hálfleiksins. PSG er í 7. sæti en Newcastle í sætinu fyrir neðan sem er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt beint í 16-liða úrslitin.
Þessi lið eru á leið í 16-liða úrslit:
Arsenal
Bayern München
Liverpool
Man City
Real Madrid
Tottenham
PSG
Newcastle
Staðan í leikjunum:
Napoli 2 - 1 Chelsea
0-1 Enzo Fernandez ('19 , víti)
1-1 Antonio Vergara ('33 )
2-1 Rasmus Hojlund ('43 )
Borussia D. 0 - 0 Inter
Monaco 0 - 0 Juventus
Paris Saint Germain 1 - 1 Newcastle
0-0 Ousmane Dembele ('4 , Misnotað víti)
1-0 Vitinha ('8 )
1-1 Joseph Willock ('45 )
Eintracht Frankfurt 0 - 0 Tottenham
Pafos FC 1 - 1 Slavia Praha
1-0 Vlad Dragomir ('17 )
1-1 Stepan Chaloupek ('44 )
Atletico Madrid 1 - 1 Bodo-Glimt
1-0 Alexander Sorloth ('15 )
1-1 Fredrik Sjovold ('35 )
Manchester City 2 - 0 Galatasaray
1-0 Erling Haaland ('11 )
2-0 Rayan Cherki ('29 )
PSV 0 - 0 Bayern
Bayer 2 - 0 Villarreal
1-0 Malik Tillman ('12 )
2-0 Malik Tillman ('35 )
Athletic 2 - 1 Sporting
1-0 Oihan Sancet ('3 )
1-1 Ousmane Diomande ('12 )
2-1 Gorka Guruzeta ('28 )
St. Gilloise 0 - 0 Atalanta
Ajax 0 - 0 Olympiakos
Arsenal 3 - 1 Kairat
1-0 Viktor Gyokeres ('3 )
1-1 Jorginho ('7 , víti)
2-1 Kai Havertz ('16 )
3-1 Gabriel Martinelli ('38 )
Liverpool 2 - 0 Qarabag
1-0 Alexis Mac Allister ('15 )
2-0 Florian Wirtz ('21 )
Barcelona 0 - 1 FC Kobenhavn
0-1 Viktor Dadason ('4 )
Benfica 1 - 1 Real Madrid
0-1 Kylian Mbappe ('30 )
1-1 Andreas Schjelderup ('36 )
Club Brugge 2 - 0 Marseille
1-0 Mamadou Diakhon ('4 )
2-0 Romeo Vermant ('11 )
Athugasemdir



