Tyrkneska félagið Besiktas hefur fengið varnarmanninn Yasin Özcan á láni frá Aston Villa út tímabilið.
Aston Villa sótti enska framherjann Tammy Abraham frá Besiktas fyrir 18 milljónir punda og samþykkti Villa að leyfa Özcan að fara í hina áttina.
Özcan er 19 ára gamall miðvörður sem var á láni hjá Anderlecht í Belgíu en Villa kallaði hann til baka og sendi hann beint til Besiktas út tímabilið.
Villa segir í yfirlýsingu í dag að kaupskylda sé hluti af lánssamningnum.
Hann kom til Villa frá Kasimpasa á síðasta ári en spilaði aldrei keppnisleik með Villa-mönnum.
Özcan er tallinn einn efnilegasti varnarmaður Tyrkja og á fjölmarga landsleiki með yngri landsliðunum og einn A-landsleik.
Resmi Aç?klama | Yasin Özcan
— Be?ikta? JK (@Besiktas) January 28, 2026
???? https://t.co/2ncIikj8Yt pic.twitter.com/kqYxHiDzx0
Athugasemdir



