Onana aftur til Inter - Zinchenko aftur til Arsenal - Man Utd horfir til Rennes - Palmer ósnertanlegur
   mið 28. janúar 2026 17:58
Brynjar Ingi Erluson
Douglas Luiz aftur til Aston Villa (Staðfest)
Mynd: Aston Villa
Aston Villa hefur tilkynnt um endurkomu Douglas Luiz til félagsins en hann kemur á láni frá Juventus.

Luiz er 27 ára gamall miðjumaður sem lék með Aston Villa frá 2019 til 2024 áður en hann fór til Juventus fyrir 45 milljónir punda.

Hann var frábær með Villa-mönnum áður en hann var seldur til Juventus, en náði sér aldrei á strik á Ítalíu og var lánaður til Nottingham Forest síðasta sumar.

Meiðsli settu strik í reikninginn hjá Luiz og var lánssamningnum rift í dag.

Aston Villa hefur krækt aftur í Luiz en hann mun leika með liðinu á láni út tímabilið. Villa á möguleika á því að gera skiptin varanleg fyrir rúmar 20 milljónir punda á meðan lánsdvölinni stendur.

Það er kærkomið fyrir Villa að fá Luiz núna því meiðsli herja á miðsvæði félagsins; John McGinn, Boubacar Kamara og
Youri Tielemans eru allir meiddir.


Athugasemdir
banner
banner