Onana aftur til Inter - Zinchenko aftur til Arsenal - Man Utd horfir til Rennes - Palmer ósnertanlegur
   mið 28. janúar 2026 20:25
Brynjar Ingi Erluson
Viktor Bjarki búinn að skora á Nývangi
Viktor Bjarki skoraði þriðja Meistaradeildarmark sitt
Viktor Bjarki skoraði þriðja Meistaradeildarmark sitt
Mynd: EPA
Framarinn Viktor Bjarki Daðason var að koma danska liðinu FCK í 1-0 forystu gegn Barcelona á Nývangi í Meistaradeild Evrópu.

Viktor Bjarki er aðeins 17 ára gamall en hefur þegar tekið met af einum efnilegasta leikmanni heims, Lamine Yamal, í Meistaradeildinni á leiktíðinni.

Hann var að skora á einum erfiðasta leikvangi Evrópu, Nou Camp, er hann kom FCK yfir á 4. mínútu.

Mohamed Elyounoussi sendi Viktor Bjarka í gegn sem skoraði með laglegri afgreiðslu. Þetta var þriðja mark hans í deildarkeppninni á þessari leiktíð.

Hægt er að sjá markið hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner