Alex Disasi, varnarmaður Chelsea, var úti í kuldanum þegar Enzo Maresca stýrði liðinu en hann fær annað tækifæri núna undir stjórn Liam Rosenior.
Disasi hefur lítið sem ekkert æft með liðinu á tímabilinu en hann mætti til æfinga fyrir leik liðsins gegn Pafos í Meistaradeildinni á morgun.
Disasi hefur lítið sem ekkert æft með liðinu á tímabilinu en hann mætti til æfinga fyrir leik liðsins gegn Pafos í Meistaradeildinni á morgun.
„Ég átti mjög gott spjall við hann fyrir nokkrum dögum. Ég sagði við leikmennina þegar ég kom að þetta væri nýtt upphaf fyrir alla svo það eina rétta var að spjalla við hann," sagði Rosenior.
„Hann er eftir á hvað varðar form og leikform og við munum vinna með það."
Raheem Sterling var einnig út í kuldanum hjá Maresca og Rosenior vildi ekki tjá sig mikið um hann.
„Við erum að ræða við hann um ýmislegt tengt ferlinum hans. Vonandi mun það skýrast á næstu dögum," sagði Rosenior.
Athugasemdir

