Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   sun 28. febrúar 2021 15:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn: Leiknir F. kom til baka gegn Hetti/Hugin
Mynd: Daníel Þór Cekic
Leiknir F. 4 - 1 Höttur/Huginn
0-1 Bjarki Sólon Daníelsson
1-1 Hilmar Freyr Bjartþórsson
2-1 Marteinn Már Sverrisson
3-1 Stefán Ómar Magnússon
4-1 Valdimar Brimir Hilmarsson

Leiknir Fáskrúðsfirði hafaði betur gegn Hetti/Hugin þegar liðin áttust við í B-deild Lengjubikarsins í dag.

Leikið var í Fjarðabyggðarhöllinni en það var Höttur/Huginn sem tók forystuna í leiknum. Bjarki Sólon Daníelsson kom þeim yfir í fyrri hálfleiknum.

Staðan hins vegar að loknum fyrri hálfleik var 2-1 fyrir Leikni. Hilmar Freyr Bjartþórsson jafnaði metin og Marteinn Már Sverrisson kom þeim yfir.

Fáskrúðsfirðingar gengu svo frá leiknum í seinni hálfleik. Stefán Ómar Magnússon og Valdimar Brimir Hilmarsson voru á skotskónum.

Lokatölur 4-1 en þetta var fyrsti leikur Leiknis í mótinu. Höttur/Huginn hefur spilað tvo leiki og tapað þeim báðum.
Athugasemdir
banner
banner
banner