Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 28. febrúar 2024 20:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Veikindi herja á leikmenn Liverpool
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Meiðslavandræði hafa verið að herja á leikmannahóp Liverpool að undanförnu en margir lykilmenn eru fjarverandi.


Liverpool vann Chelsea í úrslitum enska deildabikarsins um helgina þar sem margir ungir og óreyndir leikmenn komu við sögu.

Staðan er sú sama í kvöld en Liverpool er að spila gegn Southampton í enska bikarnum þessa stundina. Hinn 18 ára gamli Lewis Koumas er að spila sinn fyrsta leik og þá eru leikmenn á borð við Bobby Clark og James McConnell í byrjunarliðinu.

Wataru Endo er tæpur eftir úrslitaleikinn um helgina og þá staðfesti Jurgen Klopp fyrir leikinn í kvöld að Andy Robertson og Alexis Mac Allister hafi verið veikir en Mac Allister er búinn að ná sér og er í leikmannahópnum í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner