Það er í plönum HK að fá stúku við enda Kórsins og spila leiki sína utandyra. Í samtali við Fótbolta.net fyrir tæpu ári síðan gerði formaður fótboltadeildar HK sér vonir um að hægt yrði að spila utandyra sumarið 2026.
Það urðu vendingar varðandi nýjan keppnisvöll HK á dögunum en á fundi Kópavogsbæjar voru teikningar af stúkunni lagðar fram.
Það urðu vendingar varðandi nýjan keppnisvöll HK á dögunum en á fundi Kópavogsbæjar voru teikningar af stúkunni lagðar fram.
HK hefur óskað eftir 2500 sæta stúku. Áætlað er að kostnaður við framkvæmdirnar verði um 2,2 milljarður króna.
Úr umsögn sviðsstjóra:
Forhönnunin gerir ráð fyrir tveggja hæða stúku, sem verður að hluta til inngrafin vegna hæðarmismunar og þá er jafnframt fallið frá hugmyndum um tengibyggingu við Kórinn. Gert er ráð fyrir að möguleiki sé á að tengja stúkuna við framhaldsskóla eða verslunar/þjónustuhúsnæði samkvæmt heimildum í skipulagi.
Í fjárhagsáætlun 2025 og í þriggja ára áætlun 2026-2028 er búið að gera ráð fyrir að fjármagna 2 milljarða af þessum 2,2 milljarða fjárfestingu.
Hér er hægt að skoða teikningar af stúkunni
Hér er hægt að kynna sér málið enn frekar
Athugasemdir



