Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   þri 28. maí 2024 11:40
Elvar Geir Magnússon
Sterkastur í 8. umferð - Gerir lítið úr besta leikmanni mótsins
Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
Viktor Karl Einarsson fagnar marki í Úlfarsárdal.
Viktor Karl Einarsson fagnar marki í Úlfarsárdal.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Karl Einarsson er valinn Sterkasti leikmaður 8. umferðar í Bestu deildinni en valið var í Innkastinu. Viktor skoraði tvö mörk í 4-1 sigri Breiðabliks gegn Fram í Úlfarsárdalnum.

„Viktor Karl. Hiklaust. Skorar tvö og leggur upp. Heilt yfir mjög góður leikur hjá miðjumanninum í dag," skrifaði Sölvi Haraldsson, fréttamaður Fótbolta.net, sem valdi Viktor mann leiksins.

Fyrra mark hans var úr efstu hillu, hann var með Kyle McLagan varnarmann Fram í bakinu og vippaði boltanum yfir hann áður en hann kláraði í netið.

„Þetta var fáránlega vel gert. Hvernig hann pakkaði að mínu mati besta manni mótsins hingað til saman. Það er hægt að setja gæðastimpil á þetta mark. Hann gerir lítið úr besta leikmanni mótsins," sagði Baldvin Már Borgarsson í Innkastinu.

Viktor Karl hefur verið einn besti leikmaður Bestu deildarinnar á tímabilinu en þetta er í þriðja sinn sem hann er valinn í lið umferðarinnar. Breiðablik er þremur stigum á eftir toppliði Víkings.

Lestu um leikinn: Fram 1 -  4 Breiðablik

Sterkustu leikmenn:
7. umferð - Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
6. umferð - Guðfinnur Þór Leósson (ÍA)
5. umferð - Magnús Arnar Pétursson (HK)
4. umferð - Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
3. umferð - Ari Sigurpálsson (Víkingur)
2. umferð - Viktor Jónsson (ÍA)
1. umferð - Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur)
Innkastið - Baulað í Vesturbæ og Hrafninn í stúkunni
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 10 8 1 1 25 - 10 +15 25
2.    Breiðablik 10 7 1 2 24 - 12 +12 22
3.    Valur 10 6 3 1 23 - 12 +11 21
4.    FH 9 4 2 3 16 - 16 0 14
5.    ÍA 9 4 1 4 18 - 13 +5 13
6.    Fram 9 3 4 2 12 - 12 0 13
7.    Stjarnan 10 4 1 5 17 - 18 -1 13
8.    KR 9 3 2 4 18 - 19 -1 11
9.    Vestri 9 3 1 5 11 - 20 -9 10
10.    HK 9 2 1 6 8 - 17 -9 7
11.    KA 9 1 2 6 13 - 23 -10 5
12.    Fylkir 9 1 1 7 12 - 25 -13 4
Athugasemdir
banner
banner