Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   þri 16. apríl 2024 09:25
Elvar Geir Magnússon
Sterkastur í 2. umferð - Framhald á hans tímabili frá því í fyrra
Viktor Jónsson fagnar einu af mörkum sínum.
Viktor Jónsson fagnar einu af mörkum sínum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Jónsson sóknarmaður ÍA skoraði glæsilega þrennu þegar ÍA vann 4-0 sigur gegn HK í 2. umferð Bestu deildarinnar. Viktor er að sjálfsögðu Sterkasti leikmaður umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar en það var opinberað í Innkastinu.

„Hann kláraði sín færi frábærlega í dag og spilaði virkilega vel eins og hann hefur svo sem alltaf gert fyrir okkur þegar að hann hefur verið heill. Þannig að þetta er ekkert sem kemur mér á óvart og bara framhald á hans tímabili frá því í fyrra," sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, um frammistöðu Viktors.

Viktor var markakóngur Lengjudeildarinnar í fyrra og er staðráðinn í að sýna að hann geti líka raðað inn mörkum í deild þeirra bestu. Var þessi þrenna svar við efasemdarröddum?

„Já vonand, það eru samt 25 leikir eftir af þessu móti en ég veit að það býr í mér markaskorari hvaða deild sem það er. Jón Þór setur leikinn þannig upp og það hefur svo sem sýnt sig í fyrra að þá spilum við þannig leik sem hentar mér mjög vel og ég get sett hann í þessu liði og það sýndi sig í dag," sagði Viktor eftir leikinn.

„Að ná inn þessum þremur mörkum er mjög kærkomið, ég er búinn að vera pínu kaldur í síðustu leikjum og átti þetta svolítið inni."

Sterkustu leikmenn:
1. umferð - Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur)
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Athugasemdir
banner
banner
banner