Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   mán 22. apríl 2024 09:30
Elvar Geir Magnússon
Sterkastur í 3. umferð - Búinn að þola mikið síðustu eitt til tvö ár
Ari Sigurpálsson (Víkingur)
Ari Sigurpálsson skoraði tvö gegn Víkingi.
Ari Sigurpálsson skoraði tvö gegn Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ari er 'special talent' í þessari deild. Hann er hágæðaleikmaður í þessari deild," segir Valur Gunnarsson sérfræðingur Innkastsins en í þættinum var Ari Sigurpálsson valinn Sterkasti leikmaður 3. umferðar, í boði Steypustöðvarinnar.

„Eftir að hafa fengið að spila lítið á síðustu leiktíð steig hann svo sannarlega upp í kvöld. Geggjaður og skoraði tvö stórglæsileg mörk og fékk heiðurdskiptingu. Þú getur ekki beðið um neitt mikið meira í stórleik ársins," skrifaði Sölvi Haraldsson, fréttamaður Fótbolta.net, í skýrslu sinni eftir 4-1 sigur Víkings gegn Breiðabliki í gær.

Ari er 21 árs gamall og hefur mikla hæfileika. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, hrósaði honum í viðtali eftir leikinn.

„Mér fannst líka mjög gaman að sjá Ara í kvöld. Hann er búinn að þola mikið síðustu eitt til tvö ár. Síðan má ekki gleyma því að hann var einn besti leikmaður íslandsmótsins 2022 og við notuðum hann mjög lítið í fyrra. Hann er frábær leikmaður og drengur. Vonandi er hans meiðslasaga að baki svo hann geti haldið áfram á þessari braut," sagði Arnar.

Ari er með sjálfstraustið í botni eins og kom bersýnilega í ljós í viðtali eftir leikinn.

„Ég veit hverjir styrkleikar mínir eru þegar ég er kominn á vinstri kantinn. Ég er með mikinn hraða á fyrstu metrunum og get komið mér í skotfæri tiltölulega fljótt. Svo er ég er með eitraða hægri löpp. Ég kann þetta," sagði Ari.

Sterkustu leikmenn:
2. umferð - Viktor Jónsson (ÍA)
1. umferð - Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur)
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner