Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Alfreð Jóhann: Erum bara soft og lélegir í fyrri hálfleik
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
   þri 21. maí 2024 23:12
Kári Snorrason
Sterkastur í 7. umferð: Núna er ég kominn ofar á völlinn og þá komu mörk
Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
Jónatan Ingi er leikmaður umferðarinnar.
Jónatan Ingi er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsarar unnu sterkan sigur á HK í Kórnum fyrr í kvöld.

Jónatan Ingi skoraði fyrsta mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks, Arnþór Ari jafnaði svo metin með skallamarki frá 25 metrum sannkallað skrípamark þar á ferðinni. Jónatan Ingi kom svo Völsurum aftur yfir skömmu síðar og þar við sat.

Markaskorari Vals, Jónatan Ingi mætti í viðtal eftir leik en hann var valinn leikmaður 7. umferðar í boði Steypustöðvarinnar.

Lestu um leikinn: HK 1 -  2 Valur

„Mikilvægt að ná í þrjú stig, þetta er erfiður völlur að fara á. Þeir eru með gott lið. Þetta var bara erfiður leikur, gerðum vel að ná í þrjú stig."

Jónatan skoraði bæði mörk Vals og voru þetta hans fyrstu mörk fyrir liðið síðan hann kom til félagsins frá Sogndal í Noregi.

„Já það er mjög gott, ég er búinn að vera í annari stöðu en ég er vanur og það hefur gengið vel. Núna er ég kominn ofar á völlinn og þá komu mörk en mikilvægast að vinna."

Jónatan mætir sínum fyrrum félögum í FH næstkomandi laugardag

„Það verður spennandi leikur, þeim hefur gengið vel í byrjun móts. Það verður alvöru leikur."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Sterkustu leikmenn:
6. umferð - Guðfinnur Þór Leósson (ÍA)
5. umferð - Magnús Arnar Pétursson (HK)
4. umferð - Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
3. umferð - Ari Sigurpálsson (Víkingur)
2. umferð - Viktor Jónsson (ÍA)
1. umferð - Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur)
Innkastið - Aftur verður FH fyrir barðinu á dómaramistökum
Athugasemdir
banner
banner