Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
banner
   þri 21. maí 2024 23:12
Kári Snorrason
Sterkastur í 7. umferð: Núna er ég kominn ofar á völlinn og þá komu mörk
Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
Jónatan Ingi er leikmaður umferðarinnar.
Jónatan Ingi er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsarar unnu sterkan sigur á HK í Kórnum fyrr í kvöld.

Jónatan Ingi skoraði fyrsta mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks, Arnþór Ari jafnaði svo metin með skallamarki frá 25 metrum sannkallað skrípamark þar á ferðinni. Jónatan Ingi kom svo Völsurum aftur yfir skömmu síðar og þar við sat.

Markaskorari Vals, Jónatan Ingi mætti í viðtal eftir leik en hann var valinn leikmaður 7. umferðar í boði Steypustöðvarinnar.

Lestu um leikinn: HK 1 -  2 Valur

„Mikilvægt að ná í þrjú stig, þetta er erfiður völlur að fara á. Þeir eru með gott lið. Þetta var bara erfiður leikur, gerðum vel að ná í þrjú stig."

Jónatan skoraði bæði mörk Vals og voru þetta hans fyrstu mörk fyrir liðið síðan hann kom til félagsins frá Sogndal í Noregi.

„Já það er mjög gott, ég er búinn að vera í annari stöðu en ég er vanur og það hefur gengið vel. Núna er ég kominn ofar á völlinn og þá komu mörk en mikilvægast að vinna."

Jónatan mætir sínum fyrrum félögum í FH næstkomandi laugardag

„Það verður spennandi leikur, þeim hefur gengið vel í byrjun móts. Það verður alvöru leikur."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Sterkustu leikmenn:
6. umferð - Guðfinnur Þór Leósson (ÍA)
5. umferð - Magnús Arnar Pétursson (HK)
4. umferð - Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
3. umferð - Ari Sigurpálsson (Víkingur)
2. umferð - Viktor Jónsson (ÍA)
1. umferð - Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur)
Innkastið - Aftur verður FH fyrir barðinu á dómaramistökum
Athugasemdir