West Ham hefur áhuga á Zirkzee - Disasi áfram úti í kuldanum - Casadó orðaður við Chelsea og Arsenal
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
Viktor Karl náði stórum áfanga: Ég er virkilega stoltur
   þri 21. maí 2024 23:12
Kári Snorrason
Sterkastur í 7. umferð: Núna er ég kominn ofar á völlinn og þá komu mörk
Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
Jónatan Ingi er leikmaður umferðarinnar.
Jónatan Ingi er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsarar unnu sterkan sigur á HK í Kórnum fyrr í kvöld.

Jónatan Ingi skoraði fyrsta mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks, Arnþór Ari jafnaði svo metin með skallamarki frá 25 metrum sannkallað skrípamark þar á ferðinni. Jónatan Ingi kom svo Völsurum aftur yfir skömmu síðar og þar við sat.

Markaskorari Vals, Jónatan Ingi mætti í viðtal eftir leik en hann var valinn leikmaður 7. umferðar í boði Steypustöðvarinnar.

Lestu um leikinn: HK 1 -  2 Valur

„Mikilvægt að ná í þrjú stig, þetta er erfiður völlur að fara á. Þeir eru með gott lið. Þetta var bara erfiður leikur, gerðum vel að ná í þrjú stig."

Jónatan skoraði bæði mörk Vals og voru þetta hans fyrstu mörk fyrir liðið síðan hann kom til félagsins frá Sogndal í Noregi.

„Já það er mjög gott, ég er búinn að vera í annari stöðu en ég er vanur og það hefur gengið vel. Núna er ég kominn ofar á völlinn og þá komu mörk en mikilvægast að vinna."

Jónatan mætir sínum fyrrum félögum í FH næstkomandi laugardag

„Það verður spennandi leikur, þeim hefur gengið vel í byrjun móts. Það verður alvöru leikur."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Sterkustu leikmenn:
6. umferð - Guðfinnur Þór Leósson (ÍA)
5. umferð - Magnús Arnar Pétursson (HK)
4. umferð - Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
3. umferð - Ari Sigurpálsson (Víkingur)
2. umferð - Viktor Jónsson (ÍA)
1. umferð - Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur)
Innkastið - Aftur verður FH fyrir barðinu á dómaramistökum
Athugasemdir
banner