Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
„Við erum að fara í Bestu!"
Haraldur Freyr eftir tap gegn Aftureldingu: Lífið heldur áfram
Sigurpáll skoraði eina mark leiksins: Trúði þessu varla sjálfur
John Andrews: Hefði bitið af þér hendina
Pétur: Þetta er það sem við vildum
Heiða Ragney: Spennandi að þetta verði úrslitaleikur
Margrét Brynja: Alltaf gaman að koma hingað
Arnór Gauti meyr: Aldrei fundið aðra eins tilfinningu
Nik Chamberlain: Viljum fara þangað og vinna
Maggi hágrét í leikslok: Búinn að hugsa um þessa stund í mörg ár
Sesar var maður leiksins - „Get ekki lýst þessu"
Eggert Gunnþór: Á öðrum degi hefðum við getað skorað 5-6 mörk
Selfoss vann tvöfalt - „Getum ekki beðið um meira"
Bjarni unnið allt sem hægt er að vinna - „Vona að mér verði ekki hent núna"
„Vildi alltaf skíttapa seinasta æfingaleiknum fyrir mót"
Smá brotinn í fyrra - „Aðeins of mikið eins og þetta væri eini sénsinn"
Haraldur Freyr: Ekki í ljósi þess hve var búið að gefa fordæmi fyrir
Magnús Már: Sagði að hann væri að fara að koma með okkur hingað
Tóku til eftir vonbrigði í fyrra - „Helvíti gaman að fá að spila á þjóðarleikvanginum"
Byggja upp á heimamönnum fyrir austan - „Gæti bjargað sumrinu alveg"
   lau 28. september 2024 17:19
Kári Snorrason
Arnór Gauti meyr: Aldrei fundið aðra eins tilfinningu
Lengjudeildin
Arnór meyr eftir lokaflautið.
Arnór meyr eftir lokaflautið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding leika í efstu deild karla í fyrsta sinn á næsta ári. Liðið lék gegn Keflavík í úrslitaleik um sæti í Bestu-deildinni. Leikar enduðu með 1-0 sigri Aftureldingar sem þar með tryggðu sér sæti Bestu-deildinni. Arnór Gauti Ragnarsson leikmaður Aftureldingar mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  1 Afturelding

„Þetta er langþráður draumur síðan ég flutti í Mosfellsbæ árið 2000. Pabbi var að mæta á leiki þegar það voru fleiri í gæslu en áhorfendur. Ég er í geðshræringu, þetta er búin að vera svo erfið vika. Þetta er ólýsanlegt, ég er bara meyr."

Arnór brotnaði niður við lokaflautið.

„Ég brotnaði niður. Ég hef aldrei fundið aðra eins tilfinningu. Ég er búinn að vinna að þessu svo hart, búinn að koma upp alla yngri flokka, sjá um klúbbinn. Ég er með flúr af klúbbnum þetta er svo mikið dedication."

Arnór byrjaði á bekknum.

„Ég held að Maggi sé skyggn. Hann sagði þetta við mig á fimmtudaginn að leikurinn yrði lokaður. Svo þegar ég kæmi inn á sjötugustu mínútu skorum við innan tveggja mínútna. Svo gerðist það."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner