Afturelding leika í efstu deild karla í fyrsta sinn á næsta ári. Liðið lék gegn Keflavík í úrslitaleik um sæti í Bestu-deildinni. Leikar enduðu með 1-0 sigri Aftureldingar sem þar með tryggðu sér sæti Bestu-deildinni. Arnór Gauti Ragnarsson leikmaður Aftureldingar mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Keflavík 0 - 1 Afturelding
„Þetta er langþráður draumur síðan ég flutti í Mosfellsbæ árið 2000. Pabbi var að mæta á leiki þegar það voru fleiri í gæslu en áhorfendur. Ég er í geðshræringu, þetta er búin að vera svo erfið vika. Þetta er ólýsanlegt, ég er bara meyr."
Arnór brotnaði niður við lokaflautið.
„Ég brotnaði niður. Ég hef aldrei fundið aðra eins tilfinningu. Ég er búinn að vinna að þessu svo hart, búinn að koma upp alla yngri flokka, sjá um klúbbinn. Ég er með flúr af klúbbnum þetta er svo mikið dedication."
Arnór byrjaði á bekknum.
„Ég held að Maggi sé skyggn. Hann sagði þetta við mig á fimmtudaginn að leikurinn yrði lokaður. Svo þegar ég kæmi inn á sjötugustu mínútu skorum við innan tveggja mínútna. Svo gerðist það."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir