Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Alls ekki leikur sem við eigum að tapa 3-1
Viktor Jóns um að tengja saman sigra: Búnir að bíða lengi eftir þessu
Damir: Við þurfum að taka gamla góða einn leik í einu núna
Láki: Heilt yfir bara jafn leikur ólíkra liða
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 28. september 2024 17:19
Kári Snorrason
Arnór Gauti meyr: Aldrei fundið aðra eins tilfinningu
Lengjudeildin
Arnór meyr eftir lokaflautið.
Arnór meyr eftir lokaflautið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding leika í efstu deild karla í fyrsta sinn á næsta ári. Liðið lék gegn Keflavík í úrslitaleik um sæti í Bestu-deildinni. Leikar enduðu með 1-0 sigri Aftureldingar sem þar með tryggðu sér sæti Bestu-deildinni. Arnór Gauti Ragnarsson leikmaður Aftureldingar mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  1 Afturelding

„Þetta er langþráður draumur síðan ég flutti í Mosfellsbæ árið 2000. Pabbi var að mæta á leiki þegar það voru fleiri í gæslu en áhorfendur. Ég er í geðshræringu, þetta er búin að vera svo erfið vika. Þetta er ólýsanlegt, ég er bara meyr."

Arnór brotnaði niður við lokaflautið.

„Ég brotnaði niður. Ég hef aldrei fundið aðra eins tilfinningu. Ég er búinn að vinna að þessu svo hart, búinn að koma upp alla yngri flokka, sjá um klúbbinn. Ég er með flúr af klúbbnum þetta er svo mikið dedication."

Arnór byrjaði á bekknum.

„Ég held að Maggi sé skyggn. Hann sagði þetta við mig á fimmtudaginn að leikurinn yrði lokaður. Svo þegar ég kæmi inn á sjötugustu mínútu skorum við innan tveggja mínútna. Svo gerðist það."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir