Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   lau 28. nóvember 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Man City þarf sigur
Það eru fjórir leikir á dagskrá í enska boltanum í dag og verða þeir allir sýndir í Sjónvarpi Símans.

Englandsmeistarar Liverpool byrja daginn á útivelli gegn áhugaverðu liði Brighton. Liverpool getur tekið toppsætið af Tottenham með sigri eða jafntefli, en Tottenham á erfiðan leik við Chelsea á sunnudaginn.

Manchester City tekur svo á móti Burnley og mun Jóhann Berg Guðmundsson líklegast koma við sögu á Etihad leikvanginum. Man City þarf sigur eftir slaka byrjun á tímabilinu en liðið er aðeins með 12 stig eftir 8 umferðir.

Everton og Leeds eigast svo við í spennandi slag áður en West Bromwich Albion tekur á móti Sheffield United í síðasta leik dagsins.

Leikir dagsins:
12:30 Brighton - Liverpool
15:00 Man City - Burnley
17:30 Everton - Leeds
20:00 West Brom - Sheffield Utd
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner