Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 28. nóvember 2023 22:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu umdeildan vítaspyrnudóm í Frakklandi
Mynd: Getty Images

PSG og Newcastle skyldu jöfn 1-1 í Parc de Prince í Frakklandi í kvöld.


Alexander Isak kom Newcastle yfir um miðjan fyrri hálfleikinn en PSG tók öll völd á vellinum eftir það.

Franska liðið sótti án afláts en tókst ekki að sigra Nick Pope. Ekki fyrr en á síðustu sekúndum leiksins þegar PSG fékk ansi umdeilda vítaspyrnu.

Þá átti Ousmane Dembele fyrirgjöf sem fór af síðunni á Tino Livramento og þaðan í höndina á honum og vítaspyrna dæmd. Kylian Mbappe skoraði og tryggði PSG stig.

Margir eru þeirrar skoðunnar að þetta hafi ekki átt að vera vítaspyrna þar sem boltinn fór af líkamanum á Livramento og þaðan í höndina.

Sjáðu dóminn og markið hér


Athugasemdir
banner
banner