PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
   fim 28. nóvember 2024 08:00
Elvar Geir Magnússon
Rodri stefnir á að spila aftur áður en tímabilinu lýkur
Mynd: EPA
Spænski miðjumaðurinn Rodri vonast til að snúa aftur áður en tímabilinu lýkur. Rodri sleit krossband í 2-2 jafntefli Manchester City gegn Arsenal í september og Pep Guardiola sagði að hann yrði ekki meira með á tímabilinu.

Rodri er einn besti leikmaður heims, enda vann hann Ballon d'Or, og er City án sigurs í sex síðustu leikjum. Rodri setur stefnuna á að hjálpa liðsfélögum sínum áður en tímabilinu lýkur.

„Markmið mitt er að spila aftur á þessu tímabili. Mér líður betur en ég bjóst við. Ég er með jákvætt hugarfar. Ég fann verk og gat ekki gengið fyrsta eina og hálfa mánuðinn en nú er þetta auðveldara," segir Rodri.

Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar er 25. maí en HM félagsliða verður svo í Bandaríkjunum 15. júní til 13. júlí. City er meðal þátttökuliða þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner