Mjög sáttur, mér fannst við svara vel fyrir þennan Fylkisleik. Fengum á okkur fjögur mörk í þeim leik og varnarleikur liðsins var ekki góður og við fórum vel yfir það í vikunni og mér fannst við góðir í þessum leik sagði glaður Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir 3-0 sigur á KR á Miðvelli í dag.
Lestu um leikinn: FH 3 - 0 KR
Við vorum í vandræðum úti vinstra megin í vörninni okkar og þeir voru að yfirmanna svæðin þar og vorum í vandræðum með Jakob Franz þegar hann var að koma upp með boltann og mér fannst við ná að laga það í seinni hálfleik og mér fannst við nota Úlf og Kjartan vel og vorum frábærir í seinni boltanum
Þessar vallaraðstæður kannski ekki þær boðlegustu í efstu deild, hafði það áhrif á undirbúninginn um hvar þið mynduð spila leikinn?
Nei við reyndum nú að einbeita okkur að því sem við áttum að gera þjálfarateymið og leikmennirnir og ekki mikið að skipta okkur að því sem fram fór en auðvitað er þetta ekki ákjósanlegt en ef þú ætlar að byrja mótið 10. apríl að þá geturu átt von á því að grasvellir verði ekki klárir.
Ég var að tala við sérfræðinginn Óla í Keili um aðalvöllinn okkar á fimmtudaginn og hann segir að hann verði ekkert klár fyrr en eftir þrjár til fjórar vikur
Nánar er rætt við Heimi í sjónvarpinu hér að ofan