Dansk-íraski vængmaðurinn Ali Al-Mosawe hefur samið við Víking R. en hann kemur til félagsins frá Hilleröd í Danmörku. Kaupverðið kemur ekki fram.
Víkingar voru ákveðnir í að styrkja leikmannahópinn fyrir gluggalok og voru margir orðaðir við félagið en það hefur nú sótt öflugan leikmann frá Danmörku.
Al-Mosawe er 23 ára gamall og með danskan og írakskan ríkisborgararétt.
Hann spilaði með unglingaliðum LASK Linz, Nordsjælland og FCK, en hefur einnig leikið með B93 og nú síðast Hilleröd í B-deildinni í Danmörku.
Al-Mosawe kom aðeins við sögu í fjórum leikjum með Hilleröd á tímabilinu og gerði eitt mark.
Miðjumaðurinn á 7 landsleiki að baki með U23 ára landslið Írak og skorað 2 mörk.
Hér fyrir neðan má sjá klippu af Ali-Mosawe í leik með U23 ára lið Estrela gegn Benfica fyrir rúmu ári. Skemmtilegur leikmaður sem er með mörg vopn í vopnabúrinu.
???????? Ali Almosawe vs Benfica U23 | 23-24
— Irak France ???????????????? (@Irak_FRA) February 20, 2024
pic.twitter.com/RuzZPX0LDN
Athugasemdir