Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 29. maí 2023 21:49
Brynjar Ingi Erluson
Barcelona ekki lengur í myndinni hjá Messi - Færist nær Sádi-Arabíu
Lionel Messi
Lionel Messi
Mynd: EPA
Það er ekki lengur í myndinni hjá Lionel Messi að ganga í raðir Barcelona í sumar og færist hann nær því að semja við Al-Hilal í Sádi-Arabíu. Argentínskir og spænskir fjölmiðlar greina frá.

Samningur Messi við Paris Saint-Germain rennur út í næsta mánuði og mun hann ekki framlengja þann samning.

Barcelona hefur verið talið lang líklegast til að hreppa hann en ekki er útlit fyrir að það verði að veruleika.

Börsungar þurfa að bíða vegna fjárhagsreglna FFP en Messi er klár í að tilkynna framtíð sína á næstu vikum.

Spænskum og argentínskum miðlum kemur saman um það að Messi sé að færast nær Al Hilal í Sádi-Arabíu.

Blaðamaðurinn Santi Aouna gengur svo langt að segja að Jorge Messi, faðir Lionel, hafi samþykkt 1,2 milljarða evra tilboð frá Al-Hilal, en hann er einnig umboðsmaður leikmannsins.

Bandaríska félagið Inter Miami hefur sýnt honum áhuga ásamt nokkrum félögum úr ensku úrvalsdeildinni en eins og staðan er í dag er Messi á leið til Sádi-Arabíu.
Athugasemdir
banner