Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mið 29. maí 2024 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bonucci er hættur í fótbolta (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Ítalski varnarjaxlinn Leonardo Bonucci er búinn að leggja skóna á hilluna eftir magnaðan feril sem atvinnumaður í fótbolta.

Bonucci er 37 ára gamall og spilaði lengst af fyrir stórveldi Juventus, þar sem hann kom að 47 mörkum í 502 leikjum spilandi sem miðvörður.

Hann vann ógrynni titla með félaginu en þó aldrei Meistaradeild Evrópu, þar sem Juve tapaði tveimur úrslitaleikjum með Bonucci innanborðs.

Bonucci spilaði 121 landsleik fyrir Ítalíu og vann EM 2020 með landsliðinu, eftir að hafa tapað úrslitaleiknum 2012.

Hann lék nokkra leiki fyrir Inter og AC Milan á löngum ferli, sem hann lauk hjá Union Berlin og Fenerbahce á nýliðnu tímabili.

Bonucci er goðsögn í ítalska fótboltaheiminum og verður að teljast sem einn af bestu miðvörðum sinnar kynslóðar í heimi.


Athugasemdir
banner
banner