Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 29. júlí 2022 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
De Ligt: Ég fór til Juventus útaf Maurizio Sarri
Mynd: Getty Images

Hollenski varnarmaðurinn Matthijs de Ligt gekk í raðir FC Bayern í sumar eftir þrjú ár hjá Juventus og lenti í smávægilegu orðaskaki við fyrrum liðsfélaga sinn Leonardo Bonucci.


Bonucci ásakaði De Ligt um vanvirðingu gagnvart Juventus en Hollendingurinn lætur það ekki stoppa sig frá því að spjalla við fjölmiðla um dvöl sína hjá félaginu.

De Ligt ræddi stuttlega um dvöl sína hjá Juve og var sérstaklega svekktur þegar Maurizio Sarri var rekinn frá félaginu.

„Það var erfitt fyrir ungan mann eins og mig að tjá sig með þessar goðsagnir í kring. Ég lærði mikið af þeim og reyndi að læra eins mikið og ég gat á hverjum degi með þeim til að verða að betri leikmanni," sagði De Ligt við ESPN.

„Ég kom til Juventus með það í huga að spila sóknarbolta undir stjórn Sarri sem lét Napoli og Chelsea spila stórkostlegan bolta. Ég bjóst við að þetta yrði líkara hvernig þetta var hjá Ajax en því miður var Sarri strax rekinn eftir fyrsta tímabilið."

Sarri vann ítölsku deildina með Juve en var rekinn úr þjálfarastólnum þrátt fyrir það. Andrea Pirlo var ráðinn í hans stað og hélt starfinu í eitt tímabil eins og forveri sinn en tókst ekki að vinna deildina. Juve hefur ekki unnið deildina síðan Sarri var við stjórn.

„Hraðinn í ítalska boltanum hentar mér ekki. Þetta er aðeins hægari fótbolti og varnarstíllinn þar er allt annar heldur en ég var vanur hjá Ajax þar sem varnarlínan er hátt uppi og tekur áhættur. Ítalía vann fjórar heimsmeistarakeppnir með þessum leikstíl svo ég skil vel að menn hafi ákveðið að breyta ekki til."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner