Elliot Anderson miðjumaður Nottingham Forest hefur verið valinn í enska landsliðshópinn í fyrsta sinn. Enskir miðlar greina frá þessu en Thomas Tuchel mun á eftir opinbera hóp sinn.
Framundan eru leikir hjá Englandi gegn Andorra og Serbíu í undankeppni HM.
Anderson er 22 ára og hefur leikið fantavel síðan hann gekk í raðir Forest frá Newcastle.
Framundan eru leikir hjá Englandi gegn Andorra og Serbíu í undankeppni HM.
Anderson er 22 ára og hefur leikið fantavel síðan hann gekk í raðir Forest frá Newcastle.
Jude Bellingham, leikmaður Real Madrid, verður ekki með í komandi leikjum vegna meiðsla og mun Anderson koma inn í hans stað.
Auk Bellingham eru Levi Colwill, Bukayo Saka og Cole Palmer að glíma við meiðsli. Það verður fróðlegt að sjá hvernig hópurinn verður. Meðal annars hvort Jack Grealish verði valinn eftir flotta byrjun hans hjá Everton.
Athugasemdir