Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 29. október 2020 15:30
Magnús Már Einarsson
Mancini vorkennir Balotelli
Mancini og Balotelli unnu saman hjá Manchester City á sínum tíma.
Mancini og Balotelli unnu saman hjá Manchester City á sínum tíma.
Mynd: Getty Images
Roberto Mancini, landsliðsþjálfari Ítalíu, segist vorkenna framherjanum Mario Balotelli.

Balotelli hefur verið án félags síðan hann yfirgaf Brescia í sumar eftir fall úr Serie A. Balotelli hefur átt skrautlegan feril en nú gengur honum illa að finna nýtt félag.

„Ég er mjög leiður yfir þessu. Núna er hann 30 ára og hann ætti að vera á hápunktinum," sagði Mancini.

„Ég vorkenni honum að vera í þessari stöðu og geta ekki fundið lið. Hann hefur ekki staðið sig vel undanfarin ár."

„Tæknileg gæði hans hefðu getað hjálpað okkur í landsliðinu."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner