Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
   mið 29. október 2025 13:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gísli á íbúð á Akranesi og tengingin við ÍA er sterk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var fullyrt í Þungavigtinni í dag að Gísli Eyjólfsson væri á leið í ÍA. Fótbolti.net sagði frá því á mánudagskvöld að Gísli væri á leið heim til Íslands eftir tímabilið með Halmstad í Svíþjóð og var hann þar orðaður við bæði ÍA og hans fyrrum félag, Breiðablik.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur ÍA gert Gísla tilboð en það sé ekki frágengið að hann spili með liðinu á næsta tímabili.

Gísli á íbúð á Akranesi og tengingin við Skagann er mikil. Eiginkona Gísla er frá Akranesi og Gísli er tengdasonur Alexanders Högnasonar sem er stórt nafn í sögu ÍA.

„Ég held að Skagamenn fari 'all-in' í Gísla Eyjólfs," sagði Kristján Óli í þættinum.

„Ég hef heyrt að það sé klárt að hann fari þangað," sagði Viktor Unnar Illugason í þættinum. „Ég hef heyrt að það sé orðið of seint fyrir önnur félög að reyna við hann."


Athugasemdir
banner
banner