Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 29. nóvember 2022 11:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Yfirlýsing frá Adidas: Ronaldo kom ekki við boltann
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mikið hefur verið rætt og ritað um fyrra mark Portúgals í sigri liðsins á Úrúgvæ í gær. Bruno Fernandes átti fyrirgjöf inn á vítateiginn sem Cristiano Ronaldo reyndi við og boltinn endaði í marki Úrúgvæ. Markið var fyrst skráð á Ronaldo en svo var því breytt og Fernandes skráður fyrir markinu.

Ronaldo hefur haldið því fram að hann hafi komið við boltann og portúgalska knattspyrnusambandið var með sannanir fyrir því sem það sendi til FIFA.

Nú er búið að rýna í gögnin sem hægt er að lesa úr skynjara í boltanum sem spilað var með. Sú tækni er mjög nákvæmt og segir að Ronaldo hafi ekki komið við boltann.

Yfirlýsing Adidas:
Í leik Portúgal og Úrúgvæ, með því að nota Connected Ball tæknina í Al Rihla boltanum, þá getum við sýnt fram á að Cristiano Ronaldo snerti ekki boltann í opnunarmarki leiksins. Ekki var hægt að mæla neinn ytri kraft á boltann eins og sést á meðfylgjandi grafík. Skynjarinn inn í boltanum gerir okkur kleift að vera mjög nákvæmir í greiningu okkar.

Grafíkina má neðst í fréttinni.

Sjá einnig:
Sýndi með tilþrifum að boltinn strauk hár hans


Athugasemdir
banner
banner
banner