Mark Clattenburg fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni skrifaði grein á Daily Mail þar sem hann talaði um umdeilt atvik sem átti sér stað í leik PSG og Newcastle í Meistaradeildinni í gær.
Newcastle komst yfir í fyrri hálfleik en PSG sótti án afláts en tókst ekki að skora fyrr en seint í uppbótatíma þegar liðið fékk vítaspyrnu þar sem boltinn fór í höndina á Tino Livramento.
Boltinn fór hins vegar af líkamanum á honum og þaðan í höndina og segir Clattenburg að Newcaslte menn hafi allan rétt á því að finnast þeir hafa verið rændir.
Szymon Marciniak dæmdi leikinn en hann dæmdi úrslitaleik HM 2022 milli Argentínu og Frakklands og Tomasz Kwiatkowski var í VAR herberginu.
„Þeir eru með reynslu og vel virtir, en þetta er eitt alsherjar klúður af þeirra hálfu," skrifar Clattenburg.
Clattenburg segir frá því að Marciniak hafi fundist höndin á Livramento ekki vera í nátturulegri stöðu frá því sjónarhorni sem hann sá Í VAR en sjónarhornið sem við sáum í sjónvarpinu hafi sýnt betri mynd af atvikinu.
Fyrr í leiknum hafði Lewis Miley leikmaður Newcastle lent í svipuðu atviki en Marciniak hafi þá ekki verið sendur í skjáinn.