Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   fös 30. apríl 2021 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía um helgina - Inter getur tryggt sér titilinn
Það eru aðeins fimm umferðir eftir af ítalska deildartímabilinu og er Inter svo gott sem búið að tryggja sér sinn fyrsta Ítalíumeistaratitil í rúman áratug.

Lærisveinar Antonio Conte mæta til leiks á morgun á útivelli gegn nýliðum Crotone sem eru svo gott sem fallnir niður um deild ásamt Parma.

AC Milan tekur á móti nýliðum Benevento í kvöldleiknum og er hægt að búast við gríðarlega mikilli spennu þar. Milan, sem vermdi um tíma toppsæti deildarinnar, er búið að tapa tveimur leikjum í röð og er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti. Benevento hefur komið á óvart á tímabilinu en er í harkalegri fallbaráttu eftir slakt gengi undanfarna mánuði.

Það fara sex leikir fram á sunnudaginn þar sem Lazio og Napoli eiga heimaleiki á meðan Sassuolo og Atalanta eigast við í gríðarlega eftirvæntri viðureign.

Juventus þarf sigur á útivelli gegn Udinese á meðan Sampdoria tekur á móti AS Roma sem er í vandræðum í Evrópubaráttunni.

Torino og Parma eigast svo við á mánudagskvöldið í fallslag. Átta leikir verða sýndir beint á aukastöðvum Stöð 2 Sport um helgina.

Laugardagur:
13:00 Verona - Spezia (Stöð 2 Sport 3)
16:00 Crotone - Inter (Stöð 2 Sport 3)
18:45 Milan - Benevento (Stöð 2 Sport 3)

Sunnudagur:
10:30 Lazio - Genoa (Stöð 2 Sport 2)
13:00 Sassuolo - Atalanta
13:00 Napoli - Cagliari (Stöð 2 Sport 2)
13:00 Bologna - Fiorentina (Stöð 2 Sport 4)
16:00 Udinese - Juventus (Stöð 2 Sport 2)
18:45 Sampdoria - Roma

Mánudagur:
18:45 Torino - Parma (Stöð 2 Sport 3)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 7 1 2 16 8 +8 22
2 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
3 Milan 10 6 3 1 15 7 +8 21
4 Roma 10 7 0 3 10 5 +5 21
5 Bologna 10 5 3 2 16 8 +8 18
6 Juventus 10 5 3 2 14 10 +4 18
7 Como 10 4 5 1 12 6 +6 17
8 Lazio 10 4 3 3 13 7 +6 15
9 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
10 Cremonese 10 3 5 2 12 12 0 14
11 Atalanta 10 2 7 1 13 8 +5 13
12 Sassuolo 10 4 1 5 11 12 -1 13
13 Torino 10 3 4 3 10 16 -6 13
14 Cagliari 10 2 3 5 9 14 -5 9
15 Lecce 10 2 3 5 8 14 -6 9
16 Parma 10 1 4 5 5 12 -7 7
17 Pisa 10 0 6 4 7 14 -7 6
18 Genoa 10 1 3 6 6 14 -8 6
19 Verona 10 0 5 5 6 16 -10 5
20 Fiorentina 10 0 4 6 7 16 -9 4
Athugasemdir