Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
   lau 30. ágúst 2025 20:17
Ívan Guðjón Baldursson
Tariq Lamptey verður liðsfélagi Alberts
Mynd: EPA
Sky Sports greinir frá því að bakvörðurinn Tariq Lamptey sé á leið til Fiorentina þrátt fyrir að hafa framlengt samning sinn við Brighton fyrr í sumar.

Lamptey, sem er 24 ára, átti að renna út á samningi í sumar en framlengdi um eitt ár. Nú er hann á förum til Fiorentina á Ítalíu, þar sem hann verður liðsfélagi Alberts Guðmundssonar.

Lamptey er uppalinn hjá Chelsea en skipti yfir til Brighton í janúar 2020 og hefur verið hjá félaginu í fimm og hálft ár. Á þeim tíma hefur hann spilað 122 keppnisleiki.

Hann er þó ekki með fast sæti í byrjunarliðinu þar sem Mats Wieffer og Joel Weltman eru báðir ofar í goggunarröðinni fyrir hægri bakvarðarstöðuna. Þar að auki geta Jack Hinshelwood og Ferdi Kadioglu spilað sem hægri bakverðir.

Fiorentina er búið að ná samkomulagi við Brighton um kaupverð fyrir bakvörðinn, sem nemur um 6 milljónum punda með árangurstengdum aukagreiðslum.

Lamptey verður tíundi leikmaðurinn sem Fiorentina fær til liðs við sig í sumar.
Athugasemdir
banner