Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fim 18. september 2025 13:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leikmenn Vestra boðnir í önnur félög
Bikarmeistarar
Bikarmeistarar
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Jeppe Pedersen skoraði sigurmarkið í bikarúrslitaleiknum.
Jeppe Pedersen skoraði sigurmarkið í bikarúrslitaleiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fótbolti.net hefur heyrt af því að leikmenn sem renna út á samningi hjá Vestra eftir tímabilið hafi verið boðnir í önnur félög; umboðsmenn hafi kannað landslagið upp á framtíðina að gera.

Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu KSÍ eru einungis tveir fastamenn í byrjunarliði Vestra samningsbundnir félaginu áfram. Það eru þeir Fatai Gbadamosi og Anton Kralj.

Fótbolti.net ræddi við Samúel Samúelsson, formann meistaraflokksráðs karla hjá Vestra, um stöðuna.

„Við höfum engar sérstakar áhyggjur af stöðunni, erum meðvitaðir um að það eru nokkuð margir sem eru með lausa samninga. Það eru tvær breytur í þessu, við viljum klára okkar mál gagnvart Davíð Smára og halda sæti okkar í deildinni. Við vonumst að sjálfsögðu til þess að Davíð Smári verði áfram, en það er ekki búið að ganga frá neinu slíku. Ef það kemur til þess að hann verði ekki áfram, þá er okkar hópur núna svolítið teiknaður upp í hans leikkerfi."

„Auðvitað eru einhver lið sem gætu viljað einhverja leikmenn frá okkur og það er bara eðlilegt í fótbolta. Ég held að lykilmenn okkar hafi það nokkuð gott hér og munu ræða við okkur áður en þeir huga að því að leita annað."

„Við höfum verið að taka skref upp á við milli ára og erum á leið í Evrópukeppni á næsta ári,"
segir Sammi.

Jeppe Pedersen, Ágúst Eðvald Hlynsson, Gustav Kjeldsen, Morten Hansen, Cafu Phete, Guy Smit og Eiður Aron Sigurbjörnsson eru dæmi um leikmenn sem önnur félög gætu horft til. Vestri er fimm stigum fyrir ofan fallsæti þegar fimm umferðir eru eftir í neðri hluta deildarinnar og gríðarlega mikilvægur leikur framundan gegn ÍA á heimavelli á laugardag.
Athugasemdir