Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fim 18. september 2025 20:27
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu mörkin: Rashford skoraði stórkostlegt mark
Mynd: EPA
Newcastle og Barcelona eigast við á St. James' Park í fyrstu umferð deildarkeppni Meistaradeildarinnar.

Staðan var markalaus í hálfleik en Marcus Rashford braut ísinn eftir tæplega klukkutíma leik. Hann skoraði með skalla eftir sendingu frá Jules Kounde.

Þetta er fyrsta mark hans fyrir Barcelona en hann gekk til liðs við félagið á láni frá Man Utd í sumar.

Hann bætti síðan öðru markinu við stuttu síðar með glæsilegu skoti fyrir utan teig. Boltinn fór í slá og inn.

Sjáðu fyrra markið hér

Sjáðu seinna markið hér

Athugasemdir
banner