Man Utd vill Vlahovic - Al Nassr vill Casemiro - Real Madrid vill Van de ven
   fös 19. september 2025 11:28
Elvar Geir Magnússon
UEFA sektar Breiðablik fyrir óviðeigandi söngva Kópacabana
Hilmar Jökull, forsprakki Kópacabana, með gjallarhorn.
Hilmar Jökull, forsprakki Kópacabana, með gjallarhorn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
UEFA hefur sektað Breiðablik um 10 þúsund evrur, eða rúmlega 1,4 milljónir íslenskra króna, fyrir óviðeigandi söngva stuðningsmannasveitar félagsins, Kópacabana.

Um er að ræða söngva á leik liðsins gegn Zrinjski Mostar frá Bosníu á Kópavogsvelli.

Í útskýringu UEFA er sagt að skilaboð hafi verið send sem ekki sæmi íþróttaviðburði og þá hafi einnig verið sungið neikvætt um UEFA.

Hilmar Jökull, forsprakki Kópacabana sveitarinnar, segir að þeir hafi sungið tvisvar sinnum, í mjög stuttan tíma: „UEFA Mafia“ og hann skilji ekki hvernig það sem átti bara að vera létt grín endi í svona himinhárri sekt til Breiðabliks. Af því að Hilmar best veit þá er Breiðablik að reyna að áfrýja sektinni.

„Ég vona náttúrulega að þessari ákvörðun verði hnekkt. Mér finnst algjört rugl að sekta félagið fyrir saklaust grín. Ég veit alveg að UEFA eru engin glæpasamtök og söngurinn var ekki sunginn í þannig meiningu heldur í gríni til að mótmæla einhverjum ómerkilegum ákvörðunum dómarans.“ segir Hilmar Jökull Stefánsson forsprakki Kópacabana í samtali við Fótbolta.net.

Þá má geta þess að Víkingur Reykjavík hefur fengið sekt upp á 1.500 evrur eða 215 þúsund íslenskar krónur þar sem stuðningsmenn kveiktu á blysum í leik gegn Bröndby.
Athugasemdir
banner