Stemningin á St. James' Park er af mörgum talin ein sú besta í úrvalsdeildinni.
Leikmenn Barcelona fengu að finna fyrir því í gær þegar liðið heimsótti Newcastle í fyrstu umferð deildarkeppni Meistaradeildarinnar.
Leikmenn Barcelona fengu að finna fyrir því í gær þegar liðið heimsótti Newcastle í fyrstu umferð deildarkeppni Meistaradeildarinnar.
Hollenski landsliðsmaðurinn Frenkie de Jong var mjög hrifinn af stemningunnii.
„Ég hef heyrt mikið frá mönnum í landsliðinu sem spila í úrvalsdeildinni um stemninguna hér. Hún var stórkostleg þegar við komum inn á völlinn," sagði De Jong.
„Þetta eru alvöru stuðningsmenn, taka þátt í augnablikum leiksins.“
Athugasemdir